Undirbúningur meistaraflokks FRAM fyrir næsta keppnistímabil er kominn á fullt.
Liðið lék æfingaleik við Selfyssinga laugardaginn 18. nóvember á Selfossi. Liðin skildu jöfn 1-1 og Ívar Reynir Antonsson skoraði mark okkar FRAMara.
Í þessari viku verða svo eftirfarandi þrír æfingaleikir á dagskránni:
Þri. 28. nóvember kl. 18:15 HK – FRAM (Kórinn)
Mið. 29. nóvember kl. 18:30 FRAM – Leiknir (Egilshöll)
Lau. 2. desember kl. 10:30 FRAM – ÍBV (Framvöllur í Safamýri)
Við hvetjum alla FRAMara til að koma og berja liðið augum í vikunni.
Áfram FRAM!