Strákarnir okkar í handboltanum mættu FH í Krikanum í kvöld, ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða en við komu ekki vel út úr fyrri leiknum á heimavelli. Ljóst að við yrðum að eiga toppleik ef við ætluðum að ná í stig.
Við fórum ekki vel afstað, létum verja frá okkur úr mörgum ágætum færum, gerðum okkar fyrsta mark eftir 4 mín. og einhver doði yfir okkar liði, ekki það sem við lögðum upp með. Varnarlega vorum við ferlega opnir og ekki að ráða við verkefnið. Staðan eftir 10 mín. 8-2. Mér fannst við ekki vera að spila á fullu, sendingar og skot af hálfum hug.
Við náðum lítið að laga okkar leik, varnarlega vorum við ekkert að ráða við FH, klukkuðum þá varla og sóknarleikur okkar slakur. Staðan eftir 20 mín. 14-7.
Varnarleikur okkar skánaði lítið þótt við breyttum um varnarleik, sóknarlega vorum við ekki að spila sem lið og náðum okkur ekki á strik. Staðan í hálfleik 22-12.
Við vorum einhvern veginn ekki tilbúnir í þennan leik og engin stemming í okkar hópi. Ljóst að síðari hálfleikur yrði erfiður ef við ætluðum að spila á svipuðum nótum.
Það byrjaði lítið betur í þeim síðari, varnarleikur okkar afleitur og engin vinnsla í mannskapnum. Sóknarlega vorum við að skapa færi en nýttum þau afar lila. Staðan eftir 40. min. 29-17.
Það gerðist fátt gott það sem eftir lifði leiks, Arnar Birkir tók reyndar ágætan sprett en fátt gott um þennan leik að segja. Staðan eftir 50 mín. 34-22.
Þessi leikur fjaraði svo bara út, lokatölur 39-26.
Afar svekkjandi að sjá okkur lið í kvöld, eins og menn hefðu lítin áhuga og framlagið eftir því. Varnarlega vorum við slakir allan leikinn, sóknarleikurinn kannski ekki afleitur en nýting á færum afleit. Markmenn okkar ekki góðir en vörðu í raun ágætlega miðað við okkar varnarleik.
Það sem var jákvætt var að Andri Þór var að spila vel og nýtt færin mjög vel ásamt því að Arnar Birkir var fínn á köflum.
Ljóst að við þurfum að hugsa okkar gang því svona frammistaða mun ekki skila stigum í þessari deild.
Næsti leikur er á heimavelli gegn Stjörnunni 11. des. Sjáumst í Safamýrinni.
ÁFRAM FRAM