fbpx
FRAM - UMFA vefur

Hörku sigur í Coka Cola bikar karla

Strákarnir okkar í handboltanum mættu Aftureldingu í Coka Cola bikarnum í Safamýrinni í kvöld.  Það var smá skrekkur í okkur sem fylgjumst með liðinu, vissum ekki alveg við hverju átti að búast eftir útreiðina á mánudag.  Menn á göngunum sem allt vita, voru á því að strákarnir væru klárir í leikinn og þeir ætluðu sér í Höllina þetta árið.
Það var frekar fátt á leiknum og bara þessir sauðtryggu mættu í kvöld.
Leikurinn byrjaði á „sirkus“og þar með var tónninn sleginn,  það var kraftur í strákunum barátta í vörninn og Viktor var á tánum.  Ljóst að okkar lið var vel stemmt og „drengirnir“ ætluðu ekki að láta kalla sig það aftur. Við lékum bara ljómandi vel í fyrri hálfleik, boltinn fékk á köflum að fljóta vel og við náðum að skapa okkur fín færi sem við nýttum vel. Við vorum sem sé að spila sem lið og það virkaði.
Staðan í hálfleik 14-9.
Það er bara langt síðan við höfuð haldið andstæðingnum undir 10 mörkum í einum hálfleik, varnarleikur okkar og markvarsla til fyrirmyndar. Sóknarlega vorum margir að leggja í púkkið og hann gekk í heildina vel. Flottur leikur.
Síðari hálfleikur byrjaði bara vel, við að spila okkar leik og náðum að halda forskotinu í þetta 4-6 mörkum. Staðan eftir 45 mín. að mig minnir 20-16.  Við hægðum svo full mikið á sóknarlega, að mér fannst, vorum stundum eitthvað að gaufa og reyna kjánalega hluti sem voru í raun óþarfir. Áttu að halda áfram að keyra á þá  og spila okkar leik, það var að virka.  Vorum líka eitthvað ragir við 6-0 vörnina.
Þeir náðu að ógna okkur en við stóðumst öll þeirra áhlaup og lönduðum að lokum gríðarlega góðum sigri í síðasta heimaleik ársins. Flott leið til að kveðja okkar stuðningsmenn sem fóru kátir heim.
Lokatölur 30-26.
Leikurinn í heildina flottur margir að spila vel, Arnar Birkir, Lúðvík, Gauti, Siggi flottir, Valdi og Guðjón settu mörk undir lokin sem skiptu máli osfv. Varnarlega vorum við góðir og langt síðan við höfum haldið út þetta vel heilan leik,  mér fannst Siggi, Arnar og Bjartur flottir í dag. Viktor stóð sig vel, gerði mark og varði 10-12 bolta.
Frábært að vera kominn áfram í bikarnum, vel gert drengir.

Næsti leikur er á erfiðum útivelli og ef við náum upp svona baráttu og krafti þá er allt hægt.  Sjáumst á Selfossi á sunnudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email