fbpx
Ragnheidur vefur

Góður sigur í Safamýri

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Selfoss í Olísdeildinn á heimavelli í kvöld. Selfoss með flott lið fullt af ungum og efnilegum stelpum sem kunna handbolta. Það var ágætlega mætt en held að sumir FRAMarar hafi verið í smá sjokki eftir útreiðina í gær og ekki séð sér fært að mæta aftur í kvöld.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi, ekki nógu vel leikinn af okkar stelpum, sóknarlega vorum við alveg  þokkalegar en ég var ekki ánægður með varnarleik og markvörslu.  Við vorum sem sé í vandræðum með Selfoss stelpurnar og þær voru yfir meira eða minna í hálfleiknum.  Hélt að við værum að ná tökum á þeim  undir lok hálfleiksins og komust yfir,  en þær skoruðu tvo síðustu mörk hálfleiksins og staðan í hálfleik 12-13.
Í heildina vorum við ekki að spila nógu vel en Selfoss stelpur létu okkar svo sannarlega hafa fyrir hlutunum.

Við byrjuðum síðari hálfleik vel, keyrðum upp hraðan og fórum að spila alvöru vörn. Það skilaði auðveldum mörkum og Guðrún hrökk í gang.  Við skoruðum fyrstu 5 mörkin í hálfleiknum og það má segja að við höfum ekki litið um öxl eftir það.  Guðrún varði vel, vörnin þéttist til muna og sóknarlega gekk okkur vel.  Við vorum yfir allan hálfleikinn og gáfum hreinlega engin færi á okkur.  Lokatölur í kvöld 28-20.
Margir að spila ljómandi vel, Lísa átti flottan leik, Guðrún góð í síðari hálfleik en allir leikmenn okkar lögðu í púkkið og það virkar alltaf vel.

Í heildina fínn leikur og gefur okkur búst fyrir erfiðan útileika á sunnudag gegn ÍBV. Ef við spilum af þessum krafti þá eru okkur allir vegir færir.

Vel gert stelpur.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum úr leiknum hér http://frammyndir.123.is/pictures/

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email