fbpx
Siggi í felum vefur

Slæmt tap á heimavelli

Strákarnir okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í Safamýrinni í kvöld, gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið.  Við þurftum nauðsynlega að fá stig úr leiknum til að þoka okkur upp töfluna.
Bara vel mætt og hugur í okkar fólki.
Það dró því miður mjög fljótt úr okkar fólki því strákarnir mættu ekki til leiks, það voru bara mikil vonbrigði að sjá til okkar drengja, drengja segi ég því við lékum eins og smá strákar í skólabolta.
Við náðum að gera okkar fyrsta mark eftir um 10 mín. og eftir 17-18 mín. var staðan 1-11, okkar leikur bara skelfilegur.
Við náðum að gera 6 mörk í fyrri hálfleik sem er afrek útaf fyrir sig og fátt sem ég get sagt jákvætt  nema að við vorum að koma okkur í slatta af góðum færum og dauðafæri sem við nýtt bara ekki.
Staðan í hálfleik 6-19.
Ljóst að þessum leik var lokið í fyrri hálfleik en sennilega ekki hægt að komast mikið neðar.
Síðari hálfleikur var svo bara formsatriði að klára, við reyndum að hvað við gátum að mæta af krafti en það skilaði okkur litlu.  Við náðum að minnka muninn í 10 mörk alveg undir lokin, lokatölur 20-30.

Viktor Gísli spilaði vel í síðari hálfleik, Matti Daði og Lúðvík komust líka vel frá síðari hálfleiknum  og gaman að sjá Gauta aftur í ferðinni, en fátt um fína drætti í þessum leik.
Það er bara ekki boðlegt að okkar lið mæti svona til leiks, leikurinn í raun búinn eftir 15 mín.  Leikmenn þurfa að setjast aðeins yfir þennan leik því þetta snýst bara um hugarfar og einbeitingu. Mér fannst við alls ekki nógu einbeittir, ætluðum að gera allt og ekkert og niðurstaðan enginn.

Mjög stutt í næsta leik sem er bikarleikur á heimavelli gegn UMFA á fimmtudag.  Ef við ætlum í Höllina þá þurfum við að gera mun betur en í kvöld.

Upp með hausinn strákar.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum á síðunni hans Jóa Kristins á eftir, kíkið á þetta. http://frammyndir.123.is/pictures/

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email