fbpx
hildur

Öruggur sigur á Fjölni í Olísdeild kvenna

 

Síðast liðinn laugardag hélt meistaraflokkur kvenna í Gravarvoginn til að spila við Fjölni.  Fjölnisliðið hefur verið að bæta sinn leik eftir því sem liðið hefur á veturinn og vann t.d. Selfoss stórt í síðustu umferð.  Það var því hægt að reikna með erfiðum leik.
Það varð líka raunin í byrjun leiks.  Það gekk erfiðlega að ná einhverri forustu í leiknum.  Fram komst yfir 4 – 7 en Fjölnir jafnaði 7 – 7.  Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náði Fram þó aðeins að slíta sig frá Fjölnisliðinu og staðan í hálfleik 11 – 15.
Síðari hálfleikur varð síðan í raun einstefna.  Fram var komið 8 mörk yfir eftir 10 mínútur í seinni hálfleik og munurinn hélst síðan bara áfram að aukast.  Fram sigraði seinni hálfleikinn 7 – 19.
Lokatölur því 18 – 34 fyrir Fram.  Flottur sigur.

Þægilegur og öruggur sigur eftir smá basl í fyrri hálfleik.  Sóknin gekk vel  og vörnin var að standa ágætlega þannig að Fram fékk fjöldan allan af hraðaupphlaupum í leiknum.  Skoraði líklega allavega 16 mörk eftir hraðaupphlaup og hraða miðju.

 Guðrún Ósk var í markinu og varði 21 skot eða vel yfir 50% markvarsla.

 Mörk Fram skoruðu:      Hildur 9, Elísabet 7, Þórey Rósa 4, Ragnheiður 4, Harpa María 3, Guðrún Þóra 2, Marthe 2, Sigurbjörg 2 og Arna Þyri 1.

 Næsti leikur er strax á morgun þriðjudaginn 12. desember þegar Fram tekur á móti Selfossi í Safamýrinni.

 ÁFRAM FRAM 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!