fbpx
Ragnheidur gegn ibv II vefur

Góður sigur í hörkuleik

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV í Eyjum í dag, síðasti leikur okkar fyrir áramót og mjög mikilvægur leikur fyrir okkur.  Þurftum mjög nauðsynlega að fá öll stigin til þess að halda okkur í topp baráttunni en ekki auðvellt að spila á þessum erfiða útivelli.
Leikurinn byrjaði nokkuð vel, við tókum strax frumkvæðið og héldum því allan hálfleikinn.  Vorum yfir 4-6 og 6-9 eftir 15 mín.  Við að spila vel sóknarlega og ekki að gera mikið að mistökum þrátt fyrir að spila hratt.  Varnarlega bara fínar á þessum kafla.
Hraðinn minnkaði lítið það sem eftir lifði hálfleiksins, bæði lið að keyra hraða miðju og fengu góð mörk upp úr því.  Þegar hraðinn er mikill þá er erfitt að skipuleggja varnarleikinn og hætta á misstökum.
Sóknarlega vorum við nokkuð þéttar og boltinn gekk vel.
Staðan í hálfleiki, 13-18.
Flott að gera 18 mörk og leikurinn bara skemmtilegur.  Ljóst að við þyrftum að spila af sama krafti í þeim síðari.

Síðari hálfleikur byrjaði heldur illa, þær tóku Ragnheiði út og spiluðu virkilega ákveðna vörn á okkur sem við hreinlega réðum ekki við.  Við gerðum ekki mark fyrr en eftir rúmar 8 mín. og vorum bara ekki sannfærandi til að byrja með. Staðan eftir 40 mín. 17-20. Við gerðum bara tvö mörk á þessum kafla og þær náðu að minnka í eitt mark 17-18.
Við vöknuðum svo og næstu mínútur voru svo leiknar af krafti, mikil barátta í báðum liðum og við sýndum styrk.
Staðan eftir 50 mín. 21-24.
Við fórum svo mest í 7 mörk en leikurinn var brátta allt til enda þrátt fyrir góða stöðu okkar undir lokin.
Lokatölur í Eyjum 25-30.

Hörkuleikur frá upphafi til enda, við að spila vel á köflum en gerðum þetta pínu erfitt með vandræðagangi í upphafi síðari hálfleiks.  Þegar á reyndi voru gæði okkar bara meiri, Ragnheiður, Elísabet, Arna og Sigurbjörg að spila mjög vel ásamt því að Guðrún átti góðan leik að vanda.
Góður sigur á erfiðum útivelli og mjög mikilvæg stig í húsi.
Glæsilegt stelpur.

Næsti leikur er svo í janúar á næsta ári, Gleðilegt jól.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!