fbpx
Valtyr vefur

Súrt tap á Selfossi

Strákarnir okkar mættu Selfoss á Selfossi í Olísdeildinni í kvöld, síðasti leikur okkar f. áramót og mikilvægt að ná í stig. Við hreinlega verðum að fara að safna stigum aftur og eftir fínan leik á fimmtudag var fróðlegt að sjá hvernig við myndum mæta til leiks.

Það verður að segjast eins og er að við mættum ekki klárir til leiks, eins og við séum ekki alveg með sjálfum okkur.  Við ætlum áfram að gera allt og ekkert, erum hreinlega ekki með á hreinu hvað við ætlum að gera. Alltof æstir og ekki að spila sem lið, okkur liggur alltof mikið á og það vantar alla yfirvegun í okkar lið.
Staðan í kvöld var 4-1 eftir 4 mín,  8-4 eftir 10 mín, 13-6 eftir 20 mín og 19-11 í hálfleik.  Fátt meira um þetta að segja, varnarlega byrjuðum við mjög illa og sóknarleikur okkar eins og við séum á sterum, það vantar alla yfirvegun og að við séum að spila sem lið.  Við þurfum að ná smá ró í okkar leik, varnarlega erum við í vandræðum og þar þurfum við að ná upp stöðugleika.
Ljóst að síðari hálfleikur yrði mjög erfiður eftir þann fyrri, mjög erfitt að vinna svona upp gegn jafn sterku sóknarliði.
Það breyttist ekki mikið hjá okkur, við að flýta okkur mikið og taka mikið af vondum ákvörðunum. Við vorum líka að nýta færin illa, hornamenn okkar ekki alveg að hitta á það.
Staðan eftir 45 mín. 27-17 og ljóst að við myndum ekki ná í stig.
Matti kom svo með ferska vinda úr háloftunum og setti 9 mörk, Viktor kom aftur í markið og klukkaði nokkra bolta eftir að Valtýr hafði komið inn og gert vel, staðan eftir 55 mín 33-26.
Lokatölur í kvöld 36-28.
Ljóst að við þurfum að vinna vel í fríinu, getum auðveldlega lagað margt í okkar leik, við erum ekki að spila eins vel og við getum, það er klárt.  Það verður samt ekki tekið af okkar liði að allir eru að leggja sig fram allir meira eða minna á fullu en hugur og framkvæmd eru ekki að fara saman, það þarf að stilla. Í mínum huga er það vel hægt, við eigum mikið af flottum handboltamönnum,  þufum bara að vinna vel í okkar málum og byrja aftur á byrjun.

Takk fyrir árið drengir og gleðileg jól.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email