
Jæja þá er handboltavertíðin hafinn en hún hófst formlega fyrir okkur FRAMara í kvöld þegar stelpurnar mættu Val í leik meistara meistaranna að Hliðarenda.
Við með okkar sterkasta lið, nokkrir nýjir leikmenn mættir til leiks en líka nokkrir sem hafa horfið á braut. Það verður eftirsjá í Sibbu og Mörthu hið minnsta.
Leikurinn byrjaði
af ljómandi krafti, við með hefðbundna uppstillingu nema Kristrún kom inn í
vörnina f. Elvu. Leikurinn ágætlega hraður og mér fannst við bara ferskar. Staðan eftir 15 mín. 7 – 7, við heldur með
frumkvæðið.
Við bættum svo jafnt og þétt í, stóðum vörnina vel, fögnuðum mörkum og bara
létt yfir liðinu. Enduðu hálfleikinn á
sirkus marki og ekki aftur snúið. Staðan í hálfleik 11-19.
Við byrjuðum mjög
vel í þeim síðari og náðum tólf mörkum en flýttum okkur svo aðeins um of og
leikurinn jafnaðist aðeins. Staðan eftir
45 mín. 17 – 27.
Við kláruðum þetta leik með sóma, vorum bara virkilega flottar í þessu fyrsta
leik tímabilsins. Stefán náði að nota
alla leikmenn og við litum bara vel út í kvöld. Lokatölur 23 -36.
Ég held að okkar
lið sé bara á góðum stað núna, nýjir leikmenn að koma vel inn í liðið, baráttan
til fyrirmyndar og góður kraftur í liðinu.
Íslandsmótið hefst svo 14. sept. Þegar við mætum norðan stúlkum, áhugaverður
leikur því við áttum í mesta basli með þær í fyrra.
Til hamingju með bikarinn.
ÁFRAM FRAM
Myndir úr leiknum hérna á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/