Það er mikið gleðiefni að tilkynna að Fram og Alex Freyr Elísson hafa gert nýjan samning sem gildir út keppnistímabilið 2021.
Alex Freyr sem er 23 ára er uppalinn Framari og hefur spilað með félaginu allan sinn ferill. Sína fyrstu leiki með meistaraflokki lék hann árið 2015 og í heildina eru leikirnir orðnir 104.
Alex Freyr er einn af fyrstu leikmönnum Fram til þess að koma upp í gegnum starfið í Grafarholtinu. Það er því vel við hæfi að samningurinn hafi verið undirritaður á framtíðarheimavelli okkar Framara í Úlfarsárdalnum í dag.
Knattspyrnudeild Fram