fbpx
Magðalena best vefur

Magðalena valinn best á uppskeruhátið mfl.kvenna

Stelpurnar í mfl. kvenna í fótbolta héldu í vikunni uppskerhátið flokksins.  Var hátiðin haldinn á netinu eins og vera ber á þessum tímum og eftir því sem ég kemst næst fór hún vel fram.  Hver og einn leikmaður á sínum stað og fagnaði ef laust ógurlega þegar úrslitin voru kunn gerð.  

Stelpurnar stóðu sig vel í sumar, áttu einn leik óleikinn þegar mótinu var aflýst.  Sigur vannst í þremur leikjum, jafnt var í fjórum og tapaðir leikir urðu átta talsins.  Liðið fékk 15 stig á sínu fyrsta ári og enduðu stelpurnar í sjöunda sæti í deildinni.
Það verður að teljast góður árangur því þetta er algjörlega nýtt  lið og það tók smá tíma að koma því heim og saman.  Framfarir liðsins voru einnig miklar og þeir sem sáu liði spila í vor og síðan aftur í lok sumar geta borið vitni um það.  Þjálfari liðsins fær því mikið hrós fyrir gott starf í sumar.

Veitt voru sex verðlaun á uppskeruhátiðinni

Besti leikmaður mfl. kvenna árið 2020 var valinn Magðalena Ólafsdóttir

Besti liðsfélaginn árið 2020 var valinn Þórdís Ösp Cummings

Efnilegasti leikmaður mfl. kvenna árið 2020 var valinn Halla Þórdís Svansdóttir

Verðlaun fyrir mestu framfarir árið 2020 fékk Sigurlaug Sara Þórsdóttir

Verðlaun fyrir fallegasta markið fékk Salka Ármannsdóttir

Fjölhæfasti leikmaður Fram 2020 var valinn Sóley Rut Þrastardóttir

Þjálfari mfl. kvenna er Christoper Harrington

Það styttist vonandi í það að stelpurnar geti hafið æfingar aftur, því það verður spennandi að fylgjast með stelpunum á komandi ári.

Takk fyrir skemmtunina í sumar

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!