fbpx
Þrír framlengja við Fram vefur

Fram semur við fjóra leikmenn

Penninn fór heldur betur á loft hjá okkur í gær.  Gengið var frá framlengingu á samningi við Hlyn Atla, Jökul Stein og Kyle ásamt því að ganga frá nýjum samningi við Indriða Áka Þorláksson.

Hlynur Atli Magnússon hefur verið fyrirliði okkar og því mjög mikilvægt að ganga frá samningi við hann. Hlynur er uppalinn Framari og hefur leikið 152 leiki fyrir Fram í deild og bikar. Hlynur hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu undanfarin ár og því afa mikilvægt að hann hafi skrifað undir tveggja ára framlengingu samnings.

 

Jökull Steinn Ólafsson er uppalinn hjá Fram og lék sína fyrstu leiki í deild/bikar fyrir félagið 2018 og hefur síðan þá leikið 38 leiki fyrir Fram í deild og bikar. Jökull getur leyst nokkrar stöður á vellinum og hefur nú skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Fram.

 

Indriði Áki Þorláksson kemur til Fram frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Indriði er ekki ókunnugur Fram því hann lék með liðinu 2015 – 2017. Indriði hittir fyrir hjá Fram tvíburabróðir sinn Alexander en þeir bræður hafa aldrei leikið á sama tíma fyrir sama félag í meistaraflokki.Indriði kemur með mikla reynslu inn í hópinn þrátt fyrir ungan aldur og það er okkur mikil ánægja að fá Indriða til Fram og væntum við mikils af honum í bláa búningnum.

Kyle McLagan kom til Fram á miðju síðasta tímabili og hefur nú gengið frá framlengingu á samningi sínum og verður því með okkur á komandi tímabili. Kyle kom til Fram frá Roskylde FC í Danmörku þar sem hann lék frá árinu 2018. Hann er miðvörður og styrkti varnarleik okkar mikið seinni part síðasta tímabils. Það er okkur mikil ánægja að Kyle skuli hafa ákveðið að leika áfram með Fram þrátt fyrir áhuga annara liða.

Knattspyrnudeild Fram 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email