fbpx
Húfa grá

Framhúfur og hálskragar

Nú eru æfingar loksins farnar af stað hjá yngri iðkendum eftir langt hlé og veturinn hefur heldur betur látið á sér kræla undanfarna daga. Þá er nú gott að vera vel klæddur og sérstaklega að vera hlýtt á höfðinu.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram er nú með til sölu þessar flottu Framhúfur og hálskraga. Húfurnar eru til í tveimur litum; gráar og bláar. Hálskraginn er dökkblár.

Þessar fallegu vörur fara afar vel í jólapakkanum og eins hafa jólasveinar sýnt því áhuga að lauma þeim í skó í gluggum.

Húfa – 2.990-.
Hálskragi – 3.490-.
Pakki A: Hálskragi og 1 húfa – 5.990-.
Pakki B: Hálskragi og 2 húfur – 7.990-.

Hægt verður að panta vörur næstu daga á eftirfarandi hlekk: https://forms.gle/PwRtm7UC3KkjvFmK9

Kaupandi fær svo senda greiðslu í netbanka og í framhaldi tilkynningu í tölvupósti um það hvenær hann getur nálgast vörurnar.
Áætlaður afhendingartími er 10 – 14 dagar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!