fbpx
Atvinnumennirnir Okkar (19)

Ólafur og Kristófer skrifa undir samning!

Ólafur Jóhann og Kristófer Dagur skrifa undir samning
 
Það þarf vart að kynna Ólaf fyrir FRAM fjölskyldunni. Einn af Íslandsmeisturum félagsins frá árinu 2013. Ólafur spilaði með FRAM í nokkrum leikjum á síðustu leiktíð. Ólafur óheiðarlegi er drengur góður sem kemur til með að styrkja liðið innan sem utan vallar.
 
Vinstri hornarmaðurinn Kristófer Dagur hefur einnig skrifað undir samning. Kristó kemur úr mikilli FRAM fjölskyldu, faðir hans Sigurður Þorvaldsson og móðir hans Ragnheiður Elíasdóttir eru miklir Framarar sem hafa verið viðlogandi starfið gegnum áratugina. Kristófer kemur til liðsins frá Þýskalandi en þar lék hann með TV 05 Mulheim á leiktíðinni en vegna Covid hefur mótið þar verið sett á ís. Velkominn í FRAM Kristófer!
 
Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email