Meistaraflokkur kvenna í fótbolta heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Í þetta sinn skrifuðu þrír sterkir, ungir leikmenn undir eins árs samninga. Allar eru þær frábær viðbót við núverandi hóp.
Erika Rún Heiðarsdóttir er 19 ára varnarmaður sem kemur til Fram frá Aftureldingu. Hún á að baki 41 leik í deild og bikar, er mikill leiðtogi og góður liðsfélagi.
Freyja Sól Kristinsdóttir er tvítugur varnarmaður og er uppalin hjá Sindra í Höfn í Hornafirði. Hún er granítharður varnarjaxl sem hefur spilað 57 leiki í deild og bikar.
Oddný Sara Helgadóttir er 19 ára kantmaður sem mun stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki með Fram í sumar. Oddný er virkilega efnilegur leikmaður með mikinn hraða og boltatækni.
Velkomnar í Fram.