fbpx
Lára, Ásta og Halla undirskrift vefur.

Kvennalið Fram heldur áfram að styrkja sig

Kvennalið FRAM heldur áfram að styrkja sig en á dögunum var gengið frá samningum við þrjá leikmenn sem ganga til liðs við meistaraflokk kvenna.

Lára Ósk Albertsdóttir er 19 ára miðjumaður sem kemur til liðsins frá HK. Hún er öflugur miðjumaður sem býr yfir mjög góðri boltameðferð og leikskilningi. Lára gerir tveggja ára samning við Fram og við hlökkum mikið til að sjá hana blómstra hjá félaginu.

Ásta Hind Ómarsdóttir er tvítugur bakvörður sem kemur til liðsins frá HK. Ásta er kraftmikill og efnilegur leikmaður sem getur leyst báðar bakvarðastöðurnar. Hún er algjör skriðdreki á vellinum, frábær liðsfélagi og mun bara halda áfram að bæta sig með aukinni reynslu. Hún gerir tveggja ára samning við FRAM.

Halla Þórdís Svansdóttir er 18 ára kantmaður sem kemur til Fram á láni frá Aftureldingu út tímabilið. Halla spilaði einnig með Fram á síðasta tímabili og var valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Hún er tæknilega frábær, eldfljótur og klár leikmaður sem hefur alla burði til að fara mjög langt á sínum ferli. 

Velkomnar í Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!