Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 19. – 21. mars nk. en þar æfa strákar og stelpur fædd 2007 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur auk fjölmargra aðstoðarmanna.
Eins og áður hefur komið fram er hæfileikamótun HSÍ fyrsta skrefið í átt að yngri landsliðum HSÍ og þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreksstarfs Handknattleikssambandsins.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga þrjá fulltrúa í hæfileikamótun HSÍ að þessu sinni en þeir sem voru valdir frá Fram eru:
Halldór Hilmir Thorsteinson Fram
Max Emil Stenlund Fram
Starkaður Arnalds Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM