Enn bætast við leikmenn í meistaraflokk kvenna. Nú var gengið frá samningum við tvær ungar og efnilegar knattspyrnukonur, þær Kristínu Gyðu Davíðsdóttur og Ólöfu Ragnarsdóttur.
Kristín Gyða kemur að láni frá Aftureldingu út tímabilið, en hún spilaði einnig sem lánsmaður hjá Fram á síðasta tímabili. Kristín er 17 ára og spilar yfirleitt sem vinstri bakvörður.
Ólöf Ragnarsdóttir er 19 ára kantmaður sem kemur til Fram frá uppeldisfélagi sínu, HK. Ólöf gerir árs samning við Fram. Við hlökkum mikið til að sjá þessa ungu og efnilegu leikmenn blómstra hjá félaginu og höfum fulla trú á að þær eigi bjarta framtíð hjá Fram.
Knattspyrnudeild Fram