fbpx
Nýr samningur vefur

Þrír framlengja hjá Fram

Lárus Helgi Ólafsson, Vilhelm Poulsen og Rógvi Dal Christiansen hafa allir skrifað undir nýja samninga.

Hinn frábæri markmaður Lárus Helgi hefur skrifað undir 3 ára samning við handknattleiksdeild Fram. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Framara enda hefur Lárus verið einn allra besti markvörður deildarinnar í vetur en hann er með hæstu hlutfallsmarkvörslu í deildinni í vetur samkvæmt HB Statz. Lárus Helgi gekk til liðs við Fram frá Aftureldingu sumarið 2018 og hefur reynst félaginu mikill happafengur. Hann lék einnig einstaklega vel á síðasta tímabili þar til það var blásið af vegna veirunnar alræmdu. Lárus Helgi var kjörinn besti leikmaður meistaraflokks karla eftir síðasta tímabil og var svo valinn handboltamaður FRAM árið 2020 í árlegu kjöri.„Ég hlakka mikið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá Fram. Ef við fáum að klára tímabilið vegna veirunnar erum við til alls líklegir. Mér líst mjög vel á þá stefnu og þá uppbyggingu sem er í gangi og hlakka til að taka þátt í því starfi. Hjá Fram er vel haldið utan um leikmenn og umgjörðin til fyrirmyndar og mér líður vel í Safamýrinni.“ Segir Lárus Helgi Ólafsson.

Vilhelm Poulsen og Rógvi Dal Christiansen skrifuðu báðir undir tveggja ára saminga við Fram á dögunum. Þeir hafa báðir staðið sig vel í vetur og eru lykilmenn í okkar leikmannahóp. Þeir gengu báðir til liðs við Fram síðastliðið haust og hafa fallið vel inn í hópinn og starfið hjá Fram.

Rógvi Dal er línumaður sem hefur verið fastamaður í landsliði þeirra Færeyinga síðustu ár. Hann er tröll að burðum og hefur átt góða leiki í vetur.

Vilhelm er örvhent skytta sem hefur verið einn af okkar bestu mönnum í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur einnig verið fastamaður í landsliði þeirra Færeyinga og hefur verið að fá stærra hlutverk þar í síðustu leikjum.

„Það er mikið gleðilefni fyrir okkur Framara að hafa klárað samninga við þessa þrjá leikmenn enda eru þeir allir að spila stór hlutverk í okkar liði og höfum við miklar væntingar til þeirra. Þeir eru allir góðir liðsmenn og miklir keppnismenn og síðast en ekki síst frábærar fyrirmyndir fyrir okkar ungu leikmenn.“ Segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður hkd. Fram.

Áfram Fram!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!