Kristófer Dagur hefur skrifað undir 2 ára samning við Fram.
Kristófer kom til okkar frá Þýskalandi en þar lék hann með TV 05 Mulheim en þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu HK. “Ég er mjög spenntur að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi í Fram. Mér líður vel í Fram og ég hlakka til að takast á við komandi verkefni. Ég vona að við fáum að fara að spila handbolta aftur sem fyrst en ég hef mikla trú á að við munum eiga góðan endasprett í deild og bikar” Segir Kristófer Dagur Sigurðsson.
Við erum gríðarlega ánægð að hafa tryggt okkur krafta þessa efnilega hornamanns sem á bara eftir að verða betri.
Gleðilega páska kæru Framarar nær og fjær.
Áfram Fram!