fbpx
Daðey Ásta vefur

Daðey Ásta skrifar undir nýjan 2 ára samning!

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir skrifaði undir nýjan 2 ára samning á dögunum. Daðey Ásta er uppalin í Fram eins og svo margar frábærar handboltakonur. Daðey hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og er einn efnilegasti leikmaður landsins. Hún er mikill leiðtogi bæði utan vallar og innan og vinnusemi hennar á sér fáar hliðstæður.

Daðey Ásta er af miklum Framaraættum. Foreldrar hennar hafa hjálpað mikið í starfinu bæði sem sjálfboðaliðar og framleiðendur leikmanna. En Daðey Ásta er þriðja í röð frábærra leikmanna sem við eigum þeim að þakka. Systkini hennar Daðeyjar þau Guðrún Þóra og Arnar Birkir eru bæði lifandi goðsagnir hjá félaginu og eru í miklum metum hjá öllum Frömurum.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Fram-ara enda Daðey Ásta ein efnilegasta handboltakona landsins.

Áfram FRAM !

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email