fbpx
Harpa

Ekki bara góð í handbolta!

Harpa María Friðgeirs­dótt­ir, SKRR, og Ein­ar Krist­inn Krist­geirs­son, SKA, urðu í dag Íslands­meist­ar­ar í stór­svigi en Skíðamót Íslands fer nú fram í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri.

Held­ur Harpa María bik­arn­um í fjöl­skyld­unni því syst­ir henn­ar Hólm­fríður Dagný varð Íslands­meist­ari í grein­inni 2018 og 2019. Skíðamót Íslands féll niður í fyrra vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Sig­ríður Dröfn Auðuns­dótt­ir varð önn­ur og Signý Svein­björns­dótt­ir þriðja. Ein­ar Krist­inn varð Íslands­meist­ari í fyrsta skipti síðan 2016. Gauti Guðmunds­son varð ann­ar og Sturla Snær Snorra­son varð þriðji.

Gígja Björns­dótt­ir úr SKA og Snorri Ein­ars­son úr Ulli sigruðu í skíðagöngu með hefðbund­inni aðferð í gær. Keppt var í 10 kíló­metra göngu hjá kon­un­um. Linda Rós Hann­es­dótt­ir varð önn­ur og Fann­ey Rún Stef­áns­dótt­ir þriðja. Var þetta fyrsti sig­ur Gígju á Skíðamóti Íslands. 15 kíló­metr­ar voru gengn­ir hjá körl­un­um en Al­bert Jóns­son varð ann­ar og Dag­ur Bene­dikts­son varð þriðji. Snorri varð meist­ari í grein­inni þriðja skiptið í röð.

Anna Kamilla Hlyns­dótt­ir úr BFH og Bene­dikt Friðbjörns­son úr SKA urðu Íslands­meist­ar­ar í risa­stökki á snjó­brett­um. Alís Helga Daðadótt­ir og Júlí­etta Iðunn Tóm­as­dótt­ir urðu í 2.-3. sæti hjá kon­un­um. Hjá körl­un­um varð Bald­ur Vil­helms­son ann­ar og Trist­an Aðal­steins­son þriðji.

Kepp­end­ur fengu þrjár til­raun­ir og besta stökkið gilti. Var þetta fyrsta mót vetr­ar­ins en öðrum var af­lýst vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Úrslit í stór­svigi:

Kon­ur
1. Harpa María Friðgeirs­dótt­ir – SKRR
2. Sig­ríður Dröfn Auðuns­dótt­ir – SKRR
3. Signý Svein­björns­dótt­ir – SKRR

https://www.mbl.is/sport/frettir/2021/04/29/heldur_bikarnum_i_fjolskyldunni/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!