Til hamingju með daginn!
Í dag 1. maí fögnum við Framarar 113 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram.
Við getum ekki haldið okkar hefðbundna afmæliskaffi þetta árið en munum halda upp á daginn að ári. Það sögðum við reyndar líka í fyrra og héldum að við þyrftum aldrei að fresta afmæli Fram aftur. Þetta er því miður staðan.
Við skulum samt fagna þessum degi, það er að rofa til.
Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að standa saman, hugsa hvert um annað, um félagið okkar og sýna stuðning í verki.
Til hamingju Framarar.
Kveðja
Sigurður Ingi Tómasson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram