Meistaraflokkur Fram kvenna hefur samið við tvo mjög öfluga bandaríska leikmenn sem eru komnir til landsins og munu leika með liðinu þetta tímabilið. Um er að ræða gríðarlega sterka viðbót við þann góða kjarna sem var til staðar og algjöran hvalreka fyrir liðið.
Hannah Jane Cade er 23 ára miðjumaður sem getur líka spilað á kantinum. Hún býr yfir mikilli boltatækni og sendingagetu, auk þess að vera með frábæran skotfót. Hannah hefur spilað síðustu ár með Iowa State háskólanum þar sem hún var algjör lykilmaður öll 4 árin sem hún var þar.
Gianna Mattea Milaro er 26 ára miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum. Hún býr yfir mikilli tækni, frábærri boltameðferð og góðri sendingagetu. Gianna spilaði með Purdue háskólanum þar sem hún var lykilmaður. Þaðan fór hún til Chicago City í eitt tímabil þar sem hún spilaði alla leiki. Nú síðast spilaði hún með Curtin háskólanumí Ástralíu.
Báðar eru þær miklir leiðtogar á vellinum. Hvetjandi og drífandi, aggresífar og ákafar.
Við væntum mikils af þessum tveimur leikmönnum og höfum fulla trú á að þær muni báðar blómstra hjá Fram í sumar og gegna stóru hlutverki við að láta markmið meistaraflokks kvenna rætast.
Knattspyrnudeild Fram