fbpx
Danny Guthrie veffur

Knattspyrnudeild Fram hefur samið við Danny Guthrie, 34 ára miðjumann

Knattspyrnudeild Fram hefur samið við leikmanninn Danny Guthrie og mun hann leika með Fram í Lengjudeildinni á komandi tímabili.
Danny, sem er 34 ára, er mjög reyndur miðjumaður sem hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í Championship deildinni. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.
Von er á honum til landsins í vikunni þar sem hann fer í sóttkví og hefur svo æfingar með Fram.

Jón Sveinsson þjálfari Fram

„Þetta mál kom óvænt upp á borð hjá okkur og þótti okkur þetta vera mjög spennandi kostur. Það var erfitt að sleppa þessu tækifæri og við vonumst til að hann með sína reynslu og karakter komi sterkur inn í öflugan hóp. Ég efast ekki um að hann muni ýta mönnum upp á tærnar og vera góð viðbót við gott lið. FRAMtíðin mun leiða það í ljós“.

Danny Guthrie

„Absolutely delighted to be joining Fram FC, a club with a fantastic history. I can’t wait to get to Iceland, meet my coach, my teammates and work hard to get into good shape to start competing and winning games“.

Ásgrímur Helgi Einarsson formaður Knd. Fram

„Við erum virkilega ánægð með þennan liðsauka sem við erum að fá fyrir sumarið. Danny kemur með mikla reynslu og atvinnumannahugsun inn í hópinn hjá okkur og mun ekki síst verða mikil fyrirmynd og kraftur inn í unglingastarf félagsins þar sem við munum líka njóta krafta hans. Það er mikill hugur í leikmönnum, starfsliði og stuðningsmönnum og ber að þakka þeim fjölmörgu aðilum innan félagsins sem eru að gera komu Danny að veruleika“.

Knattspyrnudeild Fram 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email