Þóra Rún Óladóttir og Halla Helgadóttir hafa bæst við meistaraflokk kvenna. Báðir leikmenn koma að láni frá FH.
Halla er tvítugur varnarmaður sem hefur spilað 53 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 9 mörk. Hún spilaði í efstu deild með Selfossi 2018 og 2019 en var þar áður hjá Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í 1. Og 2. deild. Halla hefur verið meidd síðastliðið ár og verður því kærkomið að fá hana aftur á völlinn og í sitt besta form.
Þóra er 21 árs efnilegur markmaður sem við Frammarar þekkjum vel. Hún spilaði fyrri hluta tímabils með Fram í fyrra en var svo kölluð til baka á miðju tímabili til að spila í Pepsi Max deildinni með FH. Þóra stóð sig frábærlega með okkur í fyrra og við höfum fulla trú á að hún geri jafnvel enn betur í ár.
Báðir leikmenn eru mikil styrking fyrir öftustu línu liðsins og munu án efa hjálpa liðinu verulega við að ná sínum markmiðum í sumar.