Hafdís Renötudóttir kemur heim í Fram í sumar og spilar með liðinu næstu þrjú tímabil!
Það er sérstakt ánægjuefni fyrir okkur í Fram að tilkynna það að Hafdís Renötudóttir mun spila með Fram næstu þrjú tímabil. Hafdís fór frá okkur í atvinnumennsku til Lugi í Svíþjóð síðastliðið haust en lenti í erfiðum meiðslum og kom aftur heim. Hún hefur nú náð sér að af meiðslunum og ætlar að spila með uppeldisfélagi sínu næstu þrjú árin.
Það er ljóst að þetta er mikil styrking fyrir annars sterkt lið okkar í Fram.
Velkomin heim Hafdís!
Áfram Fram!