fbpx
gauti2

Þorsteinn Gauti aftur til félagsins

Þorsteinn Gauti aftur heim !
 
Þorsteinn Gauti snýr aftur heim í Safamýrina. Hann skrifar undir 2 ára samning og gengur til liðs við okkur í sumar. Þorstein Gauta þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Framara enda frábær leikmaður sem hefur spilað yfir 100 leiki fyrir félagið og skorað ófá mörkin.
 
“Það er mikið ánægjuefni að fá Þorstein Gauta aftur til Fram. Hann er fjölhæfur leikmaður og drengur góður sem mun styrkja hópinn jafnt innan vallar sem utan” sagði Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeildar við undirskriftina.
 
Velkominn aftur heim í Fram Gauti!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email