fbpx
Tinna Valgerður vefur

Tinna Valgerður Gísladóttir í Fram

Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna að Tinna Valgerður hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram.

Tinna Valgerður er 21 árs örvhent skytta og hornamaður sem gengur til liðs við okkur frá Gróttu þar sem hún er uppalin.

Hún hefur leikið einkar vel í vetur með Grill66-deildarliði Gróttu og hefur meðal annars skorað 100 mörk í 16 leikjum.

Velkomin í Fram Tinna Valgerður!

Áfram Fram!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email