Ragnheiður Júlíusdóttir skrifar undir nýjan samning við Fram!
Ragnheiður skrifaði undir samning við Fram til vorsins 2024 á dögunum. Þetta er mikið ánægjuefni fyrir okkur í Fram enda Ragnheiður ein af bestu leikmönnum Olísdeildarinnar og var til að mynda markahæst á síðasta tímabili. Ragnheiður er uppalin í Fram og er að margra mati besta skytta landsins en hún er burðarás í okkar frábæra kvennaliði.
Ragnheiður er mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og virkur félagsmaður sem er alltaf tilbúin til að aðstoða við að gera gott starf hjá okkur í Fram enn betra. Hún var valin besti leikmaður Fram á lokahófi deildarinnar en einnig var hún valin íþróttamaður Fram árið 2020.
Þá er rétt að geta þess að Ragnheiður á afmæli í dag og óskum við henni kærlega til hamingju með daginn sem og samninginn.
Áfram Fram!