Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson landsliðs þjálfarar Íslands U15 kvenna hafa valið tvo hópa til æfinga með U-15 ára landsliði kvenna helgina 18. – 20. júní. Í framhaldi mun liðið æfa síðustu helgina í júní og þá eina helgi í ágúst en það verður nánar kynnt á æfingum helgarinnar.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga fimm fulltrúa í þessu æfingahópum Íslands en þær sem voru valdar frá Fram að þessu sinni eru:
Bergdís Sveinsdóttir Fram
Dagmar Guðrún Pálsdóttir Fram
Embla Guðný Jónsdóttir Fram
Ingibjörg Eva Baldvinsdóttir Fram
Sara Rún Gísladóttir Fram
Gangi ykkur vel stelpur.
ÁFRAM FRAM