Það er handknattleiksdeild Fram mikið ánægjuefni að Andri Már hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.
Andri Már gekk til liðs við okkur í Fram frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Hann skoraði 100 mörk á tímabilinu og stóð sig frábærlega. Hann var nýverið valin í æfingahóp Íslands U-19 ára l sem undirbýr sig fyrir EM í Króatíu í ágúst. Hann var einnig valinn efnilegasti leikmaður síðasta tímabils á lokahófi deildarinnar sem fór fram nýverið.
Andri Már hefur staðið sig afar vel hjá okkur í Fram og berum við miklar væntingar til hans fyrir komandi tímabil. Hann er ungur, metnaðargjarn og duglegur og leggur sig alltaf 100% fram og er frábær fyrirmynd fyrir leikmenn sem vilja ná langt.
Áfram Fram!