Afrekslína Fram – #FRAMtíðin
Í vetur mun Fram bjóða uppá sérstaka afreksþjálfun fyrir unga og áhugasama iðkendur undir handleiðslu okkar fremstu þjálfara. Afrekslína Fram gefur efnilegum iðkendum tækifæri á að æfa aukalega fyrir utan hefðbundnar flokka æfingar.
Æfingatímabilið er 1.september – 30.nóvember og 1.janúar – 31.mars. Æft er tvisvar sinnum í viku þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:30 – 7:30 í Egilshöll, annars vegar er handboltaæfing með áherslu á einstaklingsþjálfun og hins vegar styrktaræfing sem Jens Andri Fylkisson sér um. Aðrir þjálfarar á Afrekslínunni eru Einar Jónsson þjálfari mfl. karla, Guðmundur Árni Sigfússon yfirþjálfari handknattleiksdeildar Fram, Steinunn Björnsdóttir, Karen Knútsdóttir, Þorgrímur Smári Ólafsson, Stefán Darri Þórsson og markmannsþjálfararnir Hafdís Renötudóttir og Lárus Helgi Ólafsson.
Á tímabilinu verða einnig fyrirlestrar þar sem við fáum til okkar afreksfólk og ýmsa sérfræðinga til að deila þekkingu sinni og reynslu.Boðið er upp á morgunmat eftir allar æfingar og iðkendur fá sérstakan æfingafatnað.
Þátttökugjald er 8.990kr á mánuði.
Hér er á ferðinni frábært tækifæri til að bæta sig í íþróttinni með krefjandi og skemmtilegri viðbót. Iðkendur kynnast siðum, venjum og hugarfari sem einkennir afreksíþróttafólk. Auk þess er Afrekslínan forvarnarverkefni þar sem að iðkendur skuldbinda sig til að halda sig fjarri vímugjöfum.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því um að gera að tilkynna þátttöku sem fyrst með því að senda tölvupóst á toggi@fram.is