Knattspyrnudeild Fram hefur endurnýjað samning við framherjann Aron Snæ Ingason.
Aron, sem er fæddur árið 2001 og er uppalinn Framari, var á láni hjá ÍA fyrir tveimur árum og tók þar m.a. þátt í Evrópukeppni unglingaliða með Skagamönnum. Aron hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið 42 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 9 mörk.
Samningurinn er til tveggja ára eða til loka tímabilsins 2023 og erum við Framarar virkilega ánægðir að sjá að uppalinn leikmaður félagsins haldi tryggð við uppeldisfélagið.