fbpx
Aron Snær

Aron Snær Ingason gerir nýjan samning

Knattspyrnudeild Fram hefur endurnýjað samning við framherjann Aron Snæ Ingason.
Aron, sem er fæddur árið 2001 og er uppalinn Framari, var á láni hjá ÍA fyrir tveimur árum og tók þar m.a. þátt í Evrópukeppni unglingaliða með Skagamönnum. Aron hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið 42 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 9 mörk.
Samningurinn er til tveggja ára eða til loka tímabilsins 2023 og erum við Framarar virkilega ánægðir að sjá að uppalinn leikmaður félagsins haldi tryggð við uppeldisfélagið.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email