fbpx
Hagkaup-undirritun minni

Fram og Hagkaup í samstarf

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram og Hagkaup hafa gert með sér samning til tveggja ára. 

Með samningnum gengur Hagkaup til liðs við helstu styrktaraðila barna- og unglingastarfsins hjá knattspyrnudeild Fram og mun merki Hagkaups prýða keppnistreyjur yngri flokka félagsins í knattspyrnu næstu árin.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram er afar ánægt með samninginn enda skiptir stuðningur fyrirtækja í samfélaginu barna- og unglingastarfið miklu máli. 

Samninginn undirrituðu Brynjar Helgi Ingólfsson rekstrarstjóri innkaupa- og markaðssviðs Hagkaups og Daði Guðmundsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram sem hér eru ásamt ungum iðkendum úr Fram.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram hvetur að sjálfsögðu alla Framara til að beina viðskiptum sínum til Hagkaups.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!