fbpx
6. fl

ORKUMÓTSFARAR TIL FYRIRMYNDAR

Þá er 38. Orkumótinu lokið, en það var að venju haldið í Vestmannaeyjum. Mótið í ár var með þeim stærri frá upphafi en alls tóku þátt 108 lið frá 27 félögum víðs vegar af landinu eða tæplega 1200 keppendur, þjálfarar og fararstjórar.

 

Fram sendi þrjú lið úr 6. flokki drengja á eldra ári en fengu auk þess nokkra drengi af yngra ári til liðs við sig. Öll liðin spiluðu samtals 10 leiki. Úrslitin voru allskonar: sigur-tap-jafntefli og tilfinningarnar í takt við það. Lið C endaði í þriðja sæti í sínum riðli og mætti Gróttu 2 í jafningjaleik. Lið B endaði einnig í þriðja sæti í sínum riðli og mættu KA 2 í jafningjaleik. Lið A endaði svo með að vinna sinn riðil, mættu spræku liði Njarðvíkur og hrepptu Eldfellsbikarinn.

Mótið gekk vel í alla staði þrátt fyrir COVID takmarkanir sem mótshöldurum voru settar. Leikgleðin skein úr andliti drengjanna og fengu Fram strákarnir hrós fyrir að vera kurteisir og prúðir hvert sem þeir fóru. Einkennandi var fyrir hópinn hversu hvetjandi þeir voru við aðra liðsfélaga og studdu við bakið og komu að horfa á hin liðin spila þegar færi gafst. Virkilega gaman að sjá! Stefán Eggertsson var valinn í Landslið mótsins og spilaði á móti Pressuliðinu á Hásteinsvelli. Fram-arar fjölmenntu að sjálfsögðu á völlinn og hvöttu hann til dáða.

Fram skar sig úr öðrum liðum þar sem allir þátttakendur á mótinu spiluðu með sérstök höfuðbönd til að koma í veg fyrir höfuðhögg. Böndin vöktu athygli annarra liða og vonandi verður meiri notkun höfuðvarna í fótbolta samhliða aukinni vitundarvakningu um afleiðingar höfuðhögga.

Það voru þreyttir en ánægðir Orkumótsfarar sem sigldu með Herjólfi aftur á meginlandið eftir frábært mót. Samheldnin hjá strákunum, og ekki síður foreldrum og þjálfurum var frábær. Allir lögðust á eitt að gera upplifun strákanna sem besta og það tókst heldur betur. Orkumótsævintýrið 2021 fer svo sannarlega í minningabankann hjá þessum peyjum.

FRAM-tíðin er svo sannarlega björt.

Orkumótið 2021

Þjálfarar: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Daníel Traustason,  Birgir Theodór Ásmundsson.


Fram 1 leikmenn: Arnar Logi Guðjónsson, Benedikt Hrafnsson, Daníel Dór Gunnarsson, Gísli Þór Árnason, Gylfi Freyr Fjölnisson, Jón Friðberg Hjartarson, Róbert Þór Ólason, Stefán Eggertsson.

  Fram 2 leikmenn: Andrés Logi Vilhjálmsson, Ari Berg Jónsson, Arnaldur Kári Garðarsson, Gunnar Erik Snorrason, Matthías Karl Ólafsson, Oskar Már Sigurðsson, Páll Jakob Pálsson Líndal, Pijus Poskus, Róbert Viðar Daníelsson.

Fram 3 leikmenn: Adam Rúnar Árnason, Arnþór Rúnar Agnarsson, Aron Eric Elvarsson, Daníel Joseph Kevin Kent, Haraldur Sólon Magnússon, Hlynur Atli Harðarson, Kormákur Ernir Ragnarsson, Kristinn Kári Sverrisson, Sigurjón Geir Sigurðsson.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email