Yngri flokkar kvenna héldu veislu við Dalskóla 7. júlí, þar sem 5. 6. og 7. flokkur hristu sig saman fyrir Símamótið sem spilað verður núna um helgina 9.-11. júlí.
Boðið var upp á grillaða hamborgara og djús. Hoppukastali var á staðnum og farið var í foreldrafótbolta, þar sem stelpurnar kepptu gegn foreldrum. Meistaraflokkur kvenna mætti á svæðið og tók virkan þátt í stuðinu.
Skemmtunin heppnaðist frábærlega. Sól og blíða var allan tímann, hamborgararnir voru geggjaðir, hoppukastalinn vakti mikla lukku og stelpurnar pökkuðu foreldrum saman í fótbolta. Allt eins og það á að vera.