fbpx
Framstelpur að fara á símamót 2021 vefu r

Sumarfjör fyrir Símamótið

Yngri flokkar kvenna héldu veislu við Dalskóla 7. júlí, þar sem 5. 6. og 7. flokkur hristu sig saman fyrir Símamótið sem spilað verður núna um helgina 9.-11. júlí.

Boðið var upp á grillaða hamborgara og djús. Hoppukastali var á staðnum og farið var í foreldrafótbolta, þar sem stelpurnar kepptu gegn foreldrum. Meistaraflokkur kvenna mætti á svæðið og tók virkan þátt í stuðinu.

Skemmtunin heppnaðist frábærlega. Sól og blíða var allan tímann, hamborgararnir voru geggjaðir, hoppukastalinn vakti mikla lukku og stelpurnar pökkuðu foreldrum saman í fótbolta. Allt eins og það á að vera.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!