fbpx
Capture

Fram Open 2021 – Öndverðarnesi föstudaginn 6. ágúst – Skráning er hafin!

FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum FRÖMurum og velunnurum félagsins.

Stemmningin sem skapast hefur á FRAM Open gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap en vel hefur verið mætt á mótið undanfarin ár.

FRAM Open 2021 fer fram á golfvellinum Öndverðarnesi föstudaginn 6. ágúst og hefst klukkan 13:00.
Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00.

Skráning er hafin inn á Golfboxinu – Mótið er lokað almenningi og því þurfa keppendur að ýta á eftirfarandi link til að skrá sig á mótið:

https://tourentry.golfbox.dk/?cid=2738744 

Keppnisgjaldið er kr. 10.000- og þarf að greiða við skráningu inn á golfbox. Við þurfum að handskrá einstaklinga sem eru ekki í GSÍ (Golfsambandi Íslands). Bið þá sömu um að hafa samband við Togga (toggi@fram.is)

Innifalið er mótsgjald, teiggjöf og matur eftir mót.

Mikilvægt að skrá sig sem fyrst,  því fullt hefur verið á mótið undanfarin ár.

Og já, við lofum bongóblíðu eins og alltaf 

Smá myndband frá mótinu 2019

https://www.youtube.com/watch?v=T7yQAQqlyE4

Frekari upplýsingar og beiðni um holl má senda á toggi@fram.is

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email