fbpx
Leikmenn KVK - Profile myndir (2)

Gott silfur gulli betra

Við Framarar áttum einn fulltrúa í U-17 landsliði kvenna sem tók þátt í EHF Championship mótinu í Litháen núna í ágúst. Ingunn María Brynjarsdóttir varði mark liðsins og stóð sig afar vel. Ingunn María er fædd árið 2006 og því tveimur árum yngri en flestir liðsmenn liðsins. Liðið átti góðu gengi að fagna á mótinu og komst alla leið í úrslitaleikinn þar sem þær töpuðu með minnsta mun á móti liði Norður-Makedóníu. Silfurverðlaun því staðreynd sem er eftir sem áður frábær árangur.
 
Við óskum stelpunum til hamingju með árangurinn og þó sérstaklega henni Ingunni sem átti frábært mót. Ingunn er afar efnilegur leikmaður sem við Framarar höfum miklar væntingar til.
FRAMtíðin er björt!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email