fbpx
Markmaður Fram vefur

FRAM – Fjarðab/Höttur/Leiknir 2. deild kvenna úrslit, Framvöllur sunnudag 29. ágúst kl. 14:00. Páll Óskar og Candy, Candyfloss kl. 13:00

 

Meistaraflokkur kvenna er kominn í 4.liða úrslit í 2.deild kvenna. Þar mæta þær Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í tveimur leikjum, heima og að heiman, þar sem sigurvegarinn fer upp í Lengjudeildina.

Fyrri leikur liðanna er á sunnudaginn 29. ágúst kl. 14:00 í Safamýri og nú er að duga eða drepast fyrir bæði lið og stuðningsmenn.

Við viljum sjá alla FRAM fjölskylduna á vellinum. Áhangendur, stjórnarmenn, þjálfara, leikmenn, foreldra og helst af öllu iðkendur yngri flokka. Nú er tíminn til að koma saman og styðja við liðið okkar. Meistaraflokkur karla er kominn upp um deild eftir frábært tímabil, nú hjálpum við stelpunum að ná sama árangri!

PÁLL ÓSKAR bauðst til að mæta og flytja nokkur lög fyrir leik, eða kl. 13:00.
Í kjölfarið geta ALLIR sem vilja fengið mynd af sér með Palla. Candyfloss vél verður á staðnum og það er búið að panta gott veður!

Aðeins 1000 kr inn fyrir fullorðna. Börn undir 16 ára aldri fá frítt.
Mætið tímanlega!

MÆTUM Í BLÁU! ÁFRAM FRAM!

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email