fbpx
Mikael Egill í A-landsliðið vefur

Mikael Egill Ellertsson leikmaður S.P.A.L. 2013, var í dag valinn í A-landsliðshóp Íslands í fyrsta sinn.

Mikael Egill er uppalinn Framari úr Grafarholtinu fæddur árið 2002.  Hann lék með Fram upp alla yngri flokkana og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Fram 16 ára gamall árið 2018.  Mikael stóð sig vel og vakti verðskuldaða athygli og Í júlí sama ár var hann seldur til ítalska félagsins S.P.A.L. 2013. 

Fyrst um sinn lék Mikael með U19 ára liðinu og svo varaliði S.P.A.L. 2013.  Mikael hefur staðið sig gríðarlega vel og raðað inn mörkum fyrir þessi lið og var fyrir þetta tímabil tekinn inn í aðalliðshóp félagsins.  Hann er þegar farinn að láta að sér kveða með aðalliðinu og hefur komið við sögu bæði í ítalska bikarnum og Serie-B nú í upphafi tímabils.

Mikael Egill lék á sínum tíma 18 leiki með meistaraflokki Fram og þá hefur hann einnig spilað 26 leiki með yngri landsliðum Íslands; 5 leiki með U-16 ára landsliðinu, 13 leiki með U-17 ára landsliðinu, 4 leiki með U-19 ára landsliðinu og 4 leiki með U-19 ára landsliðinu. 
Nú er komið að því að láta að sér kveða með A-landsliðinu.

Til hamingju Mikael Egill og gangi þér vel!“

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email