fbpx
Fyrir heimasíðu (2)

Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, Eiríkur Einarsson

Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, Eiríkur Einarsson.

Eiki er best þekktur á meðal Framara sem höfundur og flytjandi Framlagsins Bláir og bestir; lag sem klárað var með góðum stuðningi, hjálp og velvild margra Framara vorið 2012 og var afhent félaginu til eignar og afnota það sumar.  Lagið hefur í seinni tíð heyrst talsvert í Safamýrinni, aðallega á handboltaleikjum félagsins.

Lengst af var Eiki sjálstætt starfandi blaðamaður.  Hann var ritstjóri Miðbæjarpóstsins um árabil jafnframt því að gefa út reglulega handbækur um EM og HM í bæði fótbolta og handbolta.  Hann var hafsjór fróðleiks um fótbolta sérstaklega, og var áhuginn ákafur og ósvikinn og auðvelt var að hrífast með Eika þegar hann komst á flug.

Hann var jafnframt flínkur músíkant og lunkinn lagasmiður með gott eyra fyrir grípandi melódíum enda alinn upp af þeim félögum Sir Paul og Mister Lennon. 

Eftir Eika liggja fimm sólóplötur, ýmist gefnar út undir nafninu Eiki Einars ellegar Eiki Einars og byltingaboltarnir.

Um árabil var Eiki einnegin formaður og einn af stofnendum Bítlaklúbbsins svokallaða, sem lét talsvert af sér kveða á tíuanda áratug síðustu aldar.

Eiki var eitilharður Framari frá blautu barnsbeini og bar hag og velferð félagsins ávallt fyrir brjósti.  Þar sem hann var fjarri góðu gamni á Spáni þar sem hann var búsettur að mestu leyti síðustu árin, fylgdist hann spenntur með vegferð meistarflokks karla í sumar í gegnum veraldarvefinn og missti ekki af leik þökk sé lengjudeildin.is.

Eiríkur Einarsson lést á Spáni þann 18. ágúst s.l.  Hann var 56 ára.  Blessuð sé minning hans.

Bláir og bestir á YouTube: (471) Bláir og Bestir – Stuðningsmannalag FRAM – YouTube

Meðfylgjandi eru tvær myndir af Eika, önnur tekin í stúkunni á bikarúrslitaleiknum 2013. 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!