Ragnheiður og Hafdís valdar í landsliðið!
Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna verkefna stelpnanna okkar í undankeppni EM 2022.
Landsliðið hefur leik í undankeppninni á móti Svíþjóð þar ytra 7. október og á Ásvöllum á móti Serbíu 10. október nk. Báðir leikir stelpnanna okkar verða í beinni útsendingu á RÚV.
A landsliðs kvenna:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (30/0)
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (4/0)
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór (0/0)
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (7/10)
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (0/0)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (23/20)
Elísa Elísdóttir, ÍBV (0/0)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (5/4)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (42/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (81/82)
Lovísa Thompson, Valur (24/50)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (31/41)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (99/209)
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (3/5)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (45/58)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (29/28)
Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir gáfu ekki kost á sér í landsliðið að þessu sinni. Einnig er Steinunn Björnsdóttir ennþá meidd.