Bikarvika
Gleðilega bikarviku kæru Framrar. Við getum verið stolt með bæði karla og kvennalið félagsins í undanúrslitum á svokallaðri Final Four helgi Coca Cola bikarsins þetta árið. Leikið er á Ásvöllum, vegna viðgerða á Laugardalshöll
Stelpurnar ríða á vaðið á fimmtudaginn og leika gegn sterku liði Vals í Reykjavíkur stórslag. Leikir Fram og Vals gegnum tíðina hafa einkennst af mikilli hörku og spennu. Flautað verður til leiks klukkan 18.00
Strákarnir spila síðan við lið Stjörnunnar daginn eftir, á föstudeginum. Leikir liðanna hafa síðust ár verið jafnir og spennandi. Úrslit oft á tíðum ráðist á lokasekúndunum. Leikurinn hefst klukkan 20.30
Öll miðasala fer fram á Stubbur app – hvetjum Framara að fjölmenna á leikinn og tryggja sér miða strax, þar sem aðeins 500 miðar eru í boði fyrir hvort liðið.
Mætum í bláu og aðstoðum liðin okkar að komast í úrslitaleikinn.
Áfram Fram!
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email