fbpx
meistarar 2021 Fram

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar Fram fór fram með pompi og prakt um síðustu helgi.

Mikið fjölmenni var samankomið í Safamýrinni til þess að fagna glæsilegum árangri í sumar. Meistaraflokkur karla fór taplaus í gegnum Lengjudeildina, setti stigamet og tryggði sér langþráð sæti í efstu deild. Meistaraflokkur kvenna átti einnig frábært sumar. Liðið komst í úrslitakeppni 2. deildar og lék úrslitaleiki við FHL um sæti í Lengjudeild kvenna. Þar hafði FHL betur en árangur Framliðsins engu að síður frábær.

Það var því sannarlega ástæða til að fagna og gleðjast og halda upp á árangurinn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra var heiðursgestur kvöldsins og ávarpaði hún samkomuna.
Hreimur Örn Heimisson stýrði veislunni af sinni alkunnu snilld og tók lagið á milli þess sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í sumar.

Eins og venja er voru bestu, efnilegustu og markahæstu menn tímabilsins heiðraðir ásamt því að tveir leikmenn voru heiðraðir fyrir að hafa leikið áfangleiki á árinu.

Besti leikmaður meistaraflokks karla tímabilið 2021 var valinn Kyle Douglas McLagan. Efnilegastur annað árið í röð var Haraldur Einar Ásgrímsson og markahæstur var Albert Hafsteinsson með 10 mörk.

Besti leikmaður meistaraflokks kvenna tímabilið 2021 var Hannah Jane Cade. Efnilegust var Erika Rún Heiðarsdóttir og markahæst var Halla Þórdís Svansdóttir með 9 mörk.

Erika Rún Heiðardóttir var valin efnilegust. Hannah Jane Cade og Halla Þórdís eru staddar í Bandaríkjunum og náðust því ekki á mynd.

Besti leikmaður 2. flokks karla var valinn Anton Hrafn Hallgrímsson. Efnilegastur var Anton Ari Bjarkason og markahæstur var Steinar Bjarnason.

Alex Freyr Elísson var heiðraður fyrir 100 leiki í meistaraflokki karla. Alls hefur hann nú leikið 126 leiki fyrir Fram í meistaraflokki.

Alex Freyr Elísson hlaut viðurkenningu fyrir 100 leiki.

Fyrirliðinn Hlynur Atli Magnússon hlaut viðurkenningu fyrir 200 leiki. Alls hefur hann nú leikið 219 leiki fyrir Fram og er orðinn 16. leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Hlynur Atli Magnússon var heiðraður fyrir 200 leiki.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!