fbpx
Undirskrift nonni vefur

Jón Sveinsson framlengir við Fram

Jón Sveinsson hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Fram og gildir samningurinn til næstu þriggja ára.  Jón verður því þjálfari Fram út keppnistímabilið 2024.

Jón tók við Framliðiðinu haustið 2018 og hefur stýrt því undanfarin þrjú ár.  Mikill og stöðugur uppgangur hefur verið á liðinu undir stjórn Jóns og mikil ánægja með hans störf innan félagsins.  Í sumar náðist frábær árangur, liðið fór taplaust í gegnum Lengjudeildina, setti stigamet og tryggði sér langþráð sæti í efstu deild.

Framundan eru spennandi tímar í efstu deild á nýjum og glæsilegum heimavelli í Úlfarsárdal og það er mikið ánægjuefni að Jón verði áfram við stjórnvölinn á þessum tímamótum í sögu félagsins.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email