Kynningarherferð verður næsta mánuðinn um allt land um starf samskiptaráðgjafa og leiðirnar til að tryggja öruggt umhverfi í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs mun kynna starfið á næstu dögum og verða kynningarfundir haldnir víðsvegar um landið á næstu vikum. Markmið með starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að slíkt starf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað öruggt íþrótta- eða æskulýðsstarf. Þau geti leitað sér aðstoðar eða réttar sína án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Með atvikum og misgerðum er átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik. Í október og nóvember næstkomandi mun samskiptaráðgjafi ferðast um landið og kynna starfsemina fyrir íþrótta- og æskulýðsfélögum. Dagskráin: Kynning á starfi samskiptaráðgjafa. Kynning á öflun upplýsinga úr sakaskrá. Kynning á vinnu við samræmingu viðbragðsáætlana vegna atvika og misgerða. Óskað er eftir því að fulltrúar félaga ásamt starfsmönnum, leiðbeinendum eða þjálfurum félaga mæti á fundina. Í kjölfar kynningar verður útbúið efni sem félög geta nýtt sér til að upplýsa starfsfólk og iðkendur. Kynningarnar verða á eftirtöldum stöðum og dagsetningum: Reykjavík mánudaginn 15. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, Fundarsalur E kl.17:00 Reykjavík þriðjudaginn 16. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, Fundarsalur E kl.13:00 Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, Fundarsalur E kl.19:00 Við hvetjum alla okkar stjórnarmenn, leiðbeinendur og þjálfara til að mæta. Frekari upplýsingar á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Fram |
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email