Kjörís mót Hamars verður haldið dagana 26. og 27. mars í Selfosshöllinni. Fram lætur sig ekki vanta og sendir heil sautján lið til leiks. þrettán stelpnalið úr 8., 7. og 6. flokki og fjögur lið skipuð strákum úr 8. flokki. Öll liðin heita eftir leikmönnum meistaraflokka félagsins.
Á laugardag 26. mars spila 6. og 7. flokkur en 8. flokkur spilar á sunnudeginum 27. mars.
Við hlökkum til að fylgjast með þessum glæsilegu fulltrúum félagsins um helgina og óskum þeim góðs gengis og umfram allt góðrar skemmtunar á þessu flotta móti.
Unglingaráð