Við Frammarar bjóðum velkominn okkar nýjasta liðsstyrk í meistaraflokk karla, Hosine Bility!
Hosine er 21 árs gamall Ástrali sem leikur í hjarta varnarinnar og kemur að láni frá dönsku risunum FC Midtjylland. Hann mun styrkja hópinn fyrir komandi átök í Bestu deildinni.
Hosine var í leikmannahópi FC Midtjylland í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og hefur verið viðloðandi U-21 árs lið Ástralíu.
Við Frammarar bindum miklar vonir við Hosine og hlökkum til að sjá þennan öfluga leikmann í bláu treyjunni í deild þeirra bestu á Íslandi í sumar!
Knattspyrnudeild FRAM