fbpx
FRAMHERJAR_02 (1)

Framherjakortin eru komin í sölu

Framherjar eru stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Fram.

Félagsmenn greiða mánaðarlega fjárhæð (eða eingreiðslu) sem rennur til rekstrar afreksstarfs félagsins.  Þessi stuðningur skiptir sköpum í rekstrinum og gerir allt starfið stöðugra.

Með því að gerast aðilar í FRAMherjum styðja klúbbfélagar við félagið sitt og fá í staðinn árskort á alla heimaleiki knattspyrnuliðs Fram í Íslandsmóti ásamt því að FRAMherjum er boðið upp á kaffi í hálfleik og skemmtilegt spjall við vini og félaga.

Félagsaðild

  • BRONSKORT kr. 2.000.- pr. mánuð
    Heimaleikjakort fyrir 1 og kaffi í hálfleik.
    Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 24.000.-
  • SILFURKORT kr. 3.500.- pr. mánuð
    Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í hálfleik.
    Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 42.000.-
  • GULLKORT kr. 5.000.- pr. mánuð
    Heimaleikjakort fyrir 3 og kaffi í hálfleik.
    Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 60.000.-
  • DEMANTAKORT kr. 12.500.- pr. mánuð
    Heimaleikjakort fyrir 2 og fundur með þjálfara fyrir leik ásamt léttum veitingum og kaffi í hálfleik.
    Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 150.000.-


Hvert tímabil er frá apríl til mars ári síðar og endurnýjast aðildin í eitt ár í senn nema henni sé sagt upp fyrir lok hvers tímabils.

Tvær nýjungar fyrir keppnistímabilið 2022:

  • UNGMENNAKORT fyrir ungmenni 17-24 ára kr. 15.000.-
    Heimaleikjakort fyrir 1.
    Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.
  • FJÖLSKYLDUKORT kr. 40.000.-
    Heimaleikjakort fyrir 2 fullorðna og 2 börn.
    Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.

Stuðningur ykkar er okkur afar mikilvægur.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!